- Advertisement -

Bjarni fékk einn „Good Morning“ í Mogganum

Stjórnmál Teygjan milli þeirra Davíðs Oddssonar og Bjarna Benediktssonar er við að slitna. Davíð skrifar leiðara um Bjarni og ranghugmyndir hans. Við höfum valið tvö sýnishorn úr leiðaranum.

Bjarni fékk viðtal í Mogganum í síðustu viku. Þar „deleraði“ hann um stjórn efnahagsmála. Kíkjum á skrif Davíðs:

„Bjarni vék sér­stak­lega að aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um, sem kom ýms­um á óvart. For­dæma­laus en tíma­bund­in út­gjalda­aukn­ing á dög­um heims­far­ald­urs reynd­ist alls ekki tíma­bund­in, eins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hef­ur fundið að, upp hef­ur kom­ist um millj­arðaút­gjöld rík­is­sjóðs í heim­ild­ar­leysi, og þessa dag­ana er eng­inn hörg­ull á stór­feng­leg­um út­gjalda­hug­mynd­um ráðherra í fall­hættu.“

Þarna er Davíð nokkuð skondinn. „Ráðherra í fallhættu.“ Þeir ráðherrar eru bókstaflega hættulegir. Munu reyna nánast allt til að tryggja sér endurkjör. Nóg um það. Aftur yfir í Mogga Davíðs:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjálfstæðisflokkurinn á í miklum vanda.

En hvernig stend­ur á þess­um tekju­auka? Er hann vegna aðhaldsaðgerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem mesta kátínu vöktu um árið? Nei, þar mun­ar þvert á móti mest um áhrif þrálát­ari og hærri verðbólgu en von­ast var eft­ir og hærra verð á vöru og þjón­ustu, sem skil­ar aukn­um virðis­auka­skatti í rík­is­sjóð.“

Öllum er ljóst að það er meira en vik milli vina. Sjálfstæðisflokkurinn á í miklum vanda. Fykgið hefur bókstaflega hrunið af honum. Að óbreyttu mun Sjálfstæðisflokkurinn vera með fámennari þingflokk en nokkru sinni áður. Þá væri ekki verra að hafa Davíð góðan. Það er ekki að takast.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: