- Advertisement -

Bjarni fann breiðu bökin

Klúðrið hjá þessari ríkisstjórn er algjört.

Guðmundur Ingi Kristinsson:
Það eru þeir sem eiga að herða sultarólina.

„Hvað hefur fjármálaráðherra sagt það oft í þessum stól á þessu ári og því síðasta ári að það þyrfti engar áhyggjur að hafa af verðbólgunni? Það væri engin hætta á að verðbólgan færi af stað. Verðbólgan er komin í 4,6%. Þegar ég var að tala við hann var hún um helmingi lægri. Þá sagði hann: Engar áhyggjur, ekki nokkrar. Á sama tíma, núna um síðustu áramót, hækkuðu almannatryggingar um 3,6%. Laun hafa hækkað um 10%. Þarna fann ríkisstjórnin breiðu bökin; fólkið sem á að lifa af almannatryggingum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Það eru breiðu bökin, það eru þeir sem eiga að herða sultarólina. Dettur einhverjum það í hug að þegar betur árar og það á að fara að borga til baka það sem hefur verið sett í Covid-málin að þessi breiðu bök verði ekki breiðu bökin áfram? Það verður skorið niður enn og aftur hjá þeim,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson.

„Síðan er það unga fólkið sem er að reyna að kaupa sér íbúð. Eins og einhver benti á um daginn: Það er alveg sama hvað ég set af laununum mínum í séreignarsparnað eða sparnað, ég get aldrei safnað fyrir útborguninni vegna þess að verðið hækkar svo hratt. Og hlutdeildarlánin sem áttu að redda hlutum fyrir unga fólkið — þar eru fastar krónutölur. Hvað er hægt að kaupa hérna í höfuðborginni fyrir hlutdeildarlán? Jú, endurgerða skemmu eða iðnaðarhúsnæði á ömurlegum stað við ömurlegar aðstæður. Það var hægt, það er ekki hægt lengur. Klúðrið hjá þessari ríkisstjórn er algjört. Því miður virðist hún vera í einhverri Covid-þoku og sér hvorki verðbólgu né annað sem er að hjá almenningi og þeim verst settu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: