- Advertisement -

Bjarni fær gula spjaldið í Fréttablaðinu

Bjarni Benediktsson fær áminningu í Fréttablaðinu í dag. Það er Hörður Ægisson sem skrifar:

„Það gæti orðið flokknum dýrkeypt í komandi þingkosningum.“ Ætlar harðasta hægrið gefa Bjarna olnbogaskot, eða þaðan af meira.

Hörður skrifar leiðara dagsins og segir þar:

„Ákvörðun stjórnvalda um að loka landinu fyrir ferðamönnum, með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví, var tekin í óðagoti. Harkalegasti valkosturinn var valinn án heildstæðrar greiningar á efnahagslegu áhrifunum. Það eru ekki boðleg vinnubrögð. Ríkisstjórnin fór á taugum og í stað þess að stýra atburðarásinni, sem sóttvarnalæknir hefur sérstaklega kallað eftir að hún geri, kaus hún að framselja völdin til embættismanna og læknis úti í bæ. Það er skandall. Sumir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að standa gegn þessari ákvörðun, án árangurs. Það hlýtur að vera flokknum og kjósendum hans áhyggjuefni að hann skuli ekki hafa meira vægi innan stjórnarinnar, sem hefur að mestu verið farsæl, en raun ber vitni. Það gæti orðið flokknum dýrkeypt í komandi þingkosningum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: