Gunnar Smári skrifar:
Vandi Bjarna Benediktssonar er, fyrir utan eigið siðleysi, hrörnun Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum. Um 40% stuðningsmanna flokksins hefur yfirgefið hann og þau sem sitja eftir eru fólk sem ætíð standa með valdinu og auðnum. Það er því sama hvað Bjarni gerir, hann mun ekki fá neitt aðhald frá sínum flokki. Það er því ekki hann sem er með teflonhúð, heldur eru fylgjendur flokksins teflon-húðaðir, ónæmir fyrir siðferðisbrotum formannsins, svindli hans og ósannindum.
Og svo er sérstakur vandi Bjarna að forysta annarra stjórnmálaflokka, VG, Framsóknar, Miðflokks og Viðreisnar, er eins innrædd og meðal-kjósandi Sjálfstæðisflokksins, telur að Bjarni og fylgjendur hans eigi að leggja siðferðislegar línur fyrir íslensk stjórnmál, ekki bara fyrir þann drullupytt sem Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn.