Bjarni fær arðinn af Landsvirkjun
Hins vegar er í stjórnarsáttmála fjallað um þjóðarsjóð.
Katrín Jakobsdóttir tók af öll tvímæli um að væntanlegur arður af Landsvirkjun renni til þjóðarsjóðsins, sem Bjarni fjármálaráðherra, vill einkavæða, kannski einkavinavæða.
Sigurður Ingi hefur sagt að arðurinn geti allt seins runnið til vegaframkvæmda í stað þess að setja á nýja skatta, vegaskatta.
„Ég lít svo á að samgönguráðherra hafi verið að horfa til þess að hugsanlega mætti skoða frekari eignatekjur og nefnir hann þjóðarsjóðinn í þessu samhengi. Hins vegar er í stjórnarsáttmála fjallað um þjóðarsjóð. Þar er hann eyrnamerktur arðgreiðslum úr Landsvirkjun, eins og fram kemur í frumvarpi fjármálaráðherra, og þessi tvö verkefni sérstaklega rædd, nýsköpunarfjárfesting og hjúkrunarheimili, sem við skilgreinum sem ákveðin kynslóðaverkefni,“ sagði Katrín á Alþingi í gær.
Ég tel þetta vera mál sem rímar mjög vel við þá hugmynd að við séum að hugsa dálítið lengra fram í tímann. Ég hefði sjálf talið eðlilegt að skoða aðrar leiðir þegar kemur að samgöngumálum. Ég útiloka ekki að aðrar eignatekjur,“ sagði hún og tók þannig undir orð Sigurðar Inga.
„Það liggur hins vegar fyrir að það er mikið verk fram undan þangað til ný samgönguáætlun kemur fram í haust ef mæta á þeim hugmyndum sem hafa verið uppi um auknar framkvæmdir.“