Fréttir

Bjarni fær á baukinn og Þórdís K.R. líka

By Miðjan

December 27, 2023

Stjórnmál „Rík­is­báknið hef­ur þan­ist út á liðnum árum. Sem dæmi um útþensl­una má nefna að sam­kvæmt Hag­stof­unni hef­ur fjöldi starfa í op­in­berri stjórn­sýslu, fræðslu­starf­semi, heil­brigðis- og fé­lagsþjón­ustu auk­ist um 70% frá alda­mót­um, sem er tölu­vert meiri fjölg­un en í einka­geir­an­um. Þessi nei­kvæða stærðar­hag­kvæmni hins op­in­bera er veru­legt áhyggju­efni og sýn­ir að full ástæða sé til að taka til hend­inni í op­in­bera rekstr­in­um, jafnt hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um,“ þetta er bein tilvitnun í leiðara Moggans í dag.

Fyrirsögn leiðarans er: „Báknið kjurt“. Leiðarinn verður að skrifast á Davíð Oddsson. Hann slær fast til Bjarna og um leið létt vink á Þórdísi K.R. Gylfadóttur sem sér þann draum að verða leiðtogi þjóðar vorrar.

Þarna mætast fortíðin, nútíðin og kannski framtíðin.

Hvað sagði Geir Haarde aftur? Jú, Guð blessi Ísland.

-sme