Stjórnmál
„Ríkisbáknið hefur þanist út á liðnum árum. Sem dæmi um útþensluna má nefna að samkvæmt Hagstofunni hefur fjöldi starfa í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu aukist um 70% frá aldamótum, sem er töluvert meiri fjölgun en í einkageiranum. Þessi neikvæða stærðarhagkvæmni hins opinbera er verulegt áhyggjuefni og sýnir að full ástæða sé til að taka til hendinni í opinbera rekstrinum, jafnt hjá ríki og sveitarfélögum,“ þetta er bein tilvitnun í leiðara Moggans í dag.
Fyrirsögn leiðarans er: „Báknið kjurt“. Leiðarinn verður að skrifast á Davíð Oddsson. Hann slær fast til Bjarna og um leið létt vink á Þórdísi K.R. Gylfadóttur sem sér þann draum að verða leiðtogi þjóðar vorrar.
Þarna mætast fortíðin, nútíðin og kannski framtíðin.
Hvað sagði Geir Haarde aftur? Jú, Guð blessi Ísland.
-sme