- Advertisement -

Bjarni: „ESB álítur sjálfstæði okkar vera vesen“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi:

„Viðtalið við Telegraph er rúmlega ársgamalt og þar sem þingmálið er íslenska styðst ég við endursögn Viðskiptablaðsins af þessu viðtali. Þar segir, með leyfi forseta:

„Evrópusambandið álítur sjálfstæði okkar vera vesen,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali við breska blaðið Telegraph, og lítur hann á að yfirvöld í Brussel séu að taka sér sífellt meiri völd í gegnum EES. Segir það hneykslanlegt ef sambandið telur að Íslendingar samþykki eitthvað annað en núverandi tveggja stoða kerfi í gegnum EES.“

„Íslensk stjórnvöld eru sögð óhress með hve þrýstingur Evrópusambandsins sé sífellt að aukast.“

Simgundur Davíð sagði þetta í einni af fjölmörgum ræðum um orkupakkann. Hann vitnaði meira til Bjarna og Telegraph:

„Íslensk stjórnvöld eru sögð óhress með hve þrýstingur Evrópusambandsins sé sífellt að aukast á að hér verði teknar upp síauknar viðbótarreglur, nú síðast vegna orkumála og meðferðar matvælaeftirlits. Sagði hann stjórnvöld í Evrópusambandinu líta á sjálfstæði landsins sem sífellt meira vesen, en hann segir í viðtalinu að dýpri samþætting allra hluta innan sambandsins sé að gera Íslandi erfitt fyrir að gæta þjóðarhagsmuna sinna.“

Næsta fyrirsögn er: Sagt vera víti til varnaðar fyrir Bretland. Það er áhugavert, herra forseti, að Bretar eru einmitt þessa stundina að kjósa til Evrópuþingsins en það er önnur saga sem ég mun fjalla nánar um í síðari ræðu.

„Sagði Bjarni að það væru vaxandi áhyggjur heima á Íslandi fyrir því að Evrópusambandið sýndi því ekki skilning af hverju Íslendingar væru ekki tilbúnir að láta tilleiðast og fylkja sér með verkefninu um sameinaða Evrópu.

„Þeir [ESB] eru nánast að sýna dónaskap, það er eins og þetta sé bara vesen í þeirra augum sem þeir spyrja hvenær við munum losa okkur við. „Hvers vegna geta ekki allir bara orðið meðlimir að fullu og öllu leyti?“ Ég get svo sem skilið þá út frá stjórnmálalegu sjónarmiði, en staðan er einfaldlega sú að ef til staðar er alþjóðasamningur [eins og við höfum] þá þarf að virða hann, það er einfaldlega þannig.““


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: