Mannlíf

Bjarni er sáttur við að skrapa botninn

By Miðjan

January 01, 2022

Það er ólíkt komið á með þeim fóstbræðrum Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannsson. Meðan Sigurður Ingi sér gull, silfur og bronsviðurkenningar fyrir frammistöðuna í heilbrigðismálum og velferðarmálum sættist Bjarni vel á að koma síðastur allra í mark. Vera eftirbátur annarra.

„Vext­ir eru lág­ir í sögu­legu sam­hengi og tek­ist hef­ur að halda verðbólgu inn­an þol­an­legra marka.“

Bjarni minn. Vextir hér eru þeir hæstu í okkar heimshluta og verðbólgan einna mest. Kannski dugar það ríkasta fólkinu. En ekki öllu almenningi. Það þarf að gera betur. Auka metnaðinn.