Það er ólíkt komið á með þeim fóstbræðrum Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannsson. Meðan Sigurður Ingi sér gull, silfur og bronsviðurkenningar fyrir frammistöðuna í heilbrigðismálum og velferðarmálum sættist Bjarni vel á að koma síðastur allra í mark. Vera eftirbátur annarra.
„Vextir eru lágir í sögulegu samhengi og tekist hefur að halda verðbólgu innan þolanlegra marka.“
Bjarni minn. Vextir hér eru þeir hæstu í okkar heimshluta og verðbólgan einna mest. Kannski dugar það ríkasta fólkinu. En ekki öllu almenningi. Það þarf að gera betur. Auka metnaðinn.