Gunnar Smári skrifar:
Enn lýgur Bjarni. Hvort trúið þið honum eða öllum hinum? Fjármálaráðherra setur fram það skilyrði fyrir ríkisaðstoð til Icelandair að fyrirtækið lækki laun starfsfólksins. En vill svo ekki kannast við það. Ætlaði að gera það í leyni og aldrei viðurkenna að hann væri með þessu að taka sér völd sem hann hefur ekki, halda samstarfsflokkum í ríkisstjórn frá staðreyndum mála og nota ríkissjóð sem kúgunartæki til að fóðra eigin delluhugmyndir. Hvað ætlar fólk lengi að þola það að þessi trúður ráði öllu sem hann vill ráða á Íslandi? Maðurinn er stjórnlaus öfgamaður sem ætlar að nota áfallið sem ríður yfir þjóðina til að þröngva í gegn heimskum delluhugmyndum nýfrjálshyggjunnar um að því lengra sem gengið er í að níðast á almenningi því lífvænlegra verði samfélagið. Og hvað með stjórnmálafólk, fjölmiðla, fræðafólk? Ætlar það að sætta sig við að okkar Trump hvetji fólk til að drekka klór til mæta kreppunni (svo notuð sé myndlíking)?