„Það reyndar vill þannig til, það er ekki mjög langt til kosninga, en við erum í miðju verki við að reisa efnahag okkar við og vinna bug á þessum faraldri og mér finnst þetta mál ekki vera tilefni fyrir mig til þess að stíga frá því verki. Það er einfaldlega of stórt og mikið verkefni til þess að klára.“
Það er Björn Leví Gunnarsson sem þarna vitnar i Bjarna Benediktsson. Björn Leví skrifar svo:
„Hérna er maður sem lítur á sig sem ómissandi. Þess vegna getur hann gert hvað sem hann vill og talið sig komast upp með það.
Hið rétta er að þetta er lélegur fjármálaráðherra sem væri mjög auðvelt að skipta út fyrir annan hæfari. Kannski einhvern sem getur farið eftir eigin lögum og reglum?
Stjórnmálamenn eru ekki ómissandi. Þau eru fólk eins og við öll. Feður og mæður, systkini, nördar, … Fólk gerir mistök sem þýðir að stjórnmálamenn gera mistök. Flest mistök eru afsakanleg. Einstaka mistök eru afsakanleg. Þegar þeim fjölgar og líta frekar út fyrir að vera ákvörðun en mistök þá eigum við að spyrja okkur stórra spurninga um hæfni sums fólks til þess að gegna stöðu í stjórnmálum.
Fólk er ekki ómissandi. Síst af öllu fólk sem telur sjálft sig vera það.“