- Advertisement -

Bjarni er berskjaldaður

Í fyrsta lagi voru hluta­bréf rík­is­ins í bank­an­um seld á und­ir­verði. Gaf ríkið þar með eft­ir tak sem það hafði á bank­an­um og áhrif á end­ur­skipu­lagn­ingu hans.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skrifar grein í Moggann dagsins. Þar rifjar hann upp fyrirspurn sína til Bjarna Benediktssonar um málefni ríkissjóðs og Arionbanka.

„Fyr­ir­spurn­in var ein­föld og ekki flókið fyr­ir ráðherra að svara. Benti ég ráðherra jafn­framt á að rík­is­stjórn­in hefði viðhaft und­an­láts­semi í sam­skipt­um sín­um við vog­un­ar­sjóðina í Ari­on banka. Rök­studdi ég málið með þrem­ur staðreynd­um: Í fyrsta lagi voru hluta­bréf rík­is­ins í bank­an­um seld á und­ir­verði. Gaf ríkið þar með eft­ir tak sem það hafði á bank­an­um og áhrif á end­ur­skipu­lagn­ingu hans. Í öðru lagi var banka­skatt­ur­inn lækkaður. Í þriðja lagi af­salaði ríkið sér for­kaups­rétti á hluta­bréf­um í bank­an­um. Ráðherra brást hinn versti við og fór í mann­inn en ekki bolt­ann, eins og sagt er. Sakaði hann und­ir­ritaðan um að hafa enga þekk­ingu á mál­inu og standa ber­skjaldaðan í ræðustól Alþing­is. Viðbrögð ráðherr­ans voru ótrú­leg og sýna, svo ekki verður um villst, að þar talaði rökþrota og pirraður maður. Gagn­rýn­in truflaði ráðherra mjög og var hann ófær um að svara henni með mál­efna­leg­um hætti.“

Bjarni viðurkennir

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ráðherra viður­kenndi að rík­is­sjóður fengi ekk­ert fyr­ir að af­sala sér for­kaups­rétti. Þetta sætti rík­is­stjórn­in sig við mót­báru­laust, eins og annað sem vog­un­ar­sjóðirn­ir hafa farið fram á. For­kaups­rétt­ur­inn er verðmæt­ur og hann átti ekki að gefa eft­ir nema til kæmi sér­stök greiðsla til rík­is­ins.“

Bjarni gaf eftir

„Ráðherra er ber­skjaldaður gegn þeirri staðreynd að hafa gefið eft­ir í hags­muna­gæslu rík­is­sjóðs gagn­vart vog­un­ar­sjóðum,“ skrifar Birgir. „Lækk­un banka­skatts­ins er gott dæmi, hann var lækkaður að kröfu vog­un­ar­sjóðanna og mun færa þeim millj­arða auka­lega í arðgreiðslur. Rík­is­sjóður verður að sama skapi af tekj­um upp á 7-8 millj­arða kr. á ári. Ef for­kaups­rétt­ur­inn hefði verið nýtt­ur hefði það skilað sér aft­ur til rík­is­ins, þar sem framund­an eru veru­leg­ar arðgreiðslur úr bank­an­um. Auk þess hefði þá verið hægt að koma bank­an­um í dreifða eign­araðild al­menn­ings.“

Auðmýkt er und­an­fari virðing­ar

„Mál­efni Ari­on banka varða mikla fjár­hags­lega hags­muni rík­is­sjóðs. Hef ég gagn­rýnt frammistöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mál­inu með mál­efna­leg­um hætti og bent á leiðir, sem fara hefði átt til að há­marka hlut rík­is­ins. Það hefði farið bet­ur á því að fjármálaráðherra hefði svarað gagn­rýni minni með mál­efna­leg­um hætti. Það gerði hann ekki. Auðmýkt er und­an­fari virðing­ar,“ skrifar Birgir Þórarinsson.

Miðflokksmenn pirra Bjarna Ben


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: