Greinar

„Bjarni er auðvitað bullandi vanhæfur“

By Miðjan

December 19, 2024

„EIGNARHALDSFÉLAG Ein­ars Sveins­son­ar hef­ur bætt við sig hluta­bréf­um í Hval hf. á liðn­um ár­um og hef­ur reynt að kaupa hlut­hafa út.“

„Einar Sveinsson og sonur hans, Benedikt Sveinsson, hafa keypt upp nokkurt magn hlutabréfa í Hval hf. á liðnum árum og reynt að kaupa enn meira. Þetta hafa þeir gert í gegnum einkahlutafélagið P 126 ehf. sem er í eigu fyrirtækis í Lúxemborg. Félagið hefur á síðustu árum bætt við sig hlutum í Hval hf. á hverju ári.

Samhliða þessum aukna eignarhlut hefur Einar Sveinsson orðið stjórnarformaður Hvals hf. líkt og Stundin greindi frá síðastliðið sumar.“

„Þar að auki eiga bræður Einars og tengdir aðilar nú samtals 3,69 prósenta hlut í Hval hf. til viðbótar. Benedikt Sveinsson (látinn), faðir Bjarna Benediktssonar, á 1,05 prósenta hlut persónulega og eiginkona hans, Guðrún Sveinsdóttir, á 1,28 prósenta hlut persónulega. Óbeinir hagsmunir Bjarna sjálfs í gegnum foreldra sína nema því rúmlega 2,3 prósentum. Svo á félag Ingimundar Sveinssonar, bróður Einars og Benedikts, 1,36 prósenta hlut í gegnum Eldhrímni ehf.

Samanlögð hlutabréfastaða Engeyjarbræðranna og tengdra aðila í Hval hf. er því nú 6 prósent. “

Skrifin birtust á Facebooksíðu Hjálmtýs Heiðdals.