Var þá búið að lofa að heimila eilífðar hvalveiða? Nú til fimm ára með þeim hætti að þegar eitt ár er að baki, bætist annað við og svo koll af kolli. Svona gerir enginn nema Bjarni Benediktsson.
Ég hef margoft sagt að Bjarni losnar ekki við Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn við Bjarna. Þetta virðist óleysanlegur hnútur. Að baki flokknum eru margir afar ríkir karlar. Þeir ráða miklu.
Það má ekki fara svo að Sjálfstæðisflokkurinn verði sjanghæjaður í komandi ríkisstjórn. Vel má vera að Bjarni geri ekki ekki miklar kröfur æi upphafi. En vont er honum að treysta. Að auki er samvera með Sjálfstæðisflokki baneitruð. Spyrjið VG og spyrjið Framsókn.
Sigurður Ingi hefur sagt, og auðvitað eftir á, að Sjálfstæðisflokkurinn sé óstjórntækur. Sundurleitur og leiðinlegur.
Bjarna er svo mikið sama þó hann sé umdeildur. Líf hans snýst ekki um það. Hann er ekki síst í þjónustuhlutverki við allra, allra, allra ríkasta fólk landsins. Staðreyndir sýna að þar stendur hans sig vel. Jafnvel betur en dmi eru um áður. Kannski verður að undanskilja Ólaf Thors.
Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland, úr því sem komið er, þið verðið að mynda ríkisstjórn, án Bjarna og án Sjálfstæðisflokks. Það er komið nóg, og það fyrir langa löngu.