„Veit hæstv. fjármálaráðherra hversu margir tugir þúsunda Íslendinga fá útborguð laun sem eru jafnvel undir 250.000 kr. á mánuði,“ spurði Inga Sæland Bjarna Benediktsson á Alþingi í dag.
Bjarni svaraði:
„Síðan var spurt hversu margir tækju laun sem eru í kringum 250.000 kr.Nýlega birti Hagstofan mynd sem dró það saman fyrir fullvinnandi á Íslandi. Þar kom fram að um 1% launþega sem eru í fullu starfi eru með 300.000 kr. eða minna, 1%.“