Stjórnmál

Bjarni, Davíð og Sigmundur Davíð

By Miðjan

April 16, 2021

Svandís Svavarsdóttir.

Eflaust er ekki ýkja langt á milli Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sama hversu langt bilið er stendur Davíð Oddsson og Mogginn þar mitt á milli. Hann brúar bilið.

Í leiðara Moggans segir: „Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, að því á Alþingi í gær hvers vegna ekk­ert hefði gerst í því að leyfa liðskiptaaðgerðir hjá einkaaðilum hér á landi í stað þess að senda fólk út í slík­ar aðgerðir fyr­ir mun hærra verð. Vísaði hann í orð fjár­málaráðherra frá ár­inu 2019 þar sem hann hafi lýst áhyggj­um af þessu ástandi og biðlist­un­um sem væru eft­ir slík­um aðgerðum.“

Svandís Svavarsdóttir er ekki vinsæl í þessum hópi:

„Fjár­málaráðherra ít­rekaði þá skoðun sína að ekki ætti að sóa fé með þess­um hætti og lýsti sig sam­mála fyr­ir­spyrj­anda. En hann sagðist ekki geta svarað því hvers vegna staðan væri eins og þingmaður­inn lýsti og sagðist gera ráð fyr­ir að heil­brigðisráðherra gæti verið til svara um það.

Þessi orðaskipti voru áhuga­verð og ekki síst sú ábend­ing for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins að það væri heil­brigðisráðherra að svara fyr­ir þetta. Það er vissu­lega rétt, en þó verður ekki framhjá því litið að heil­brigðisráðherra hef­ur kom­ist upp með ótrú­lega aðför að sjálf­stætt starf­andi lækn­um og einka­rekstri í heil­brigðisþjón­ustu á þessu kjör­tíma­bili. Sú fram­ganga heil­brigðisráðherra er langt um­fram það sem tal­ist get­ur ásætt­an­legt.“

(Grunur er um að Davíð hafi ekki sjálfur skrifað þennan leiðara. Hans merki sjást ekki).