- Advertisement -

Bjarni „dáist dálítið“ að Katrínu

Bjarni: „Ég hef sömuleiðis lýst því áður að ég telji það rangtúlkun að þingið sé með einhverjum hætti bundið af þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti sér stað á sínum tíma.“

„Ég vil láta það koma fram strax í upphafi að ég lýsti því snemma í þessu ferli að ég væri þeirrar skoðunar að ekki væri þörf á grundvallarbreytingum á stjórnarskránni,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi þegar tjáði sig um frumvörp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni.

„Ég hef sömuleiðis lýst því áður að ég telji það rangtúlkun að þingið sé með einhverjum hætti bundið af þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti sér stað á sínum tíma og það sé alrangt að þar hafi verið kosið um sjálft frumvarpið sem samið var á sínum tíma, það sé einfaldlega ekki rétt. Vísast þar til orðalagsins sem var lagt til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslunni sjálfri og nærtækt er að vísa bara til bæklings sem var dreift í hvert hús í aðdraganda kosningarinnar um það hvaða þýðingu kosningin hefði um þetta. Ég ætla ekki að eyða frekari tíma í þetta. Aðalatriðið er það að við greiddum atkvæði gegn þessu, Sjálfstæðisflokkurinn á Alþingi, þessari aðferðafræði,“ sagði Bjarni. Síðar í ræðunni kom þetta:

„Ég dáist dálítið að forsætisráðherra fyrir hennar einbeitta vilja til þess að láta þingið standa frammi fyrir þessum álitamálum en hafa þau ekki lokuð inni í fundarherbergi út allt kjörtímabilið. Það skiptir máli. Ég styð það mjög eindregið þess vegna að við séum að taka þessa umræðu. Það er á sama tíma dálítið sorglegt að þurfa að vera að ræða hér um formsatriði þegar umræðan á auðvitað að snúa að stóru efnisatriðunum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: