Í viðskiptakálfi Moggans er langt viðtal við Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hann talar meðal annars um tíðar vaxtahækkanir. Hann segir meðal annars að vextir hafi mátt vera hærri og í lengri tíma. Lesum það sem Bjarni sagði um vextina:
„Listin felst í að finna jafnvægið. Þú vilt ekki leggja svo mikla áherslu á að ná verðbólgunni niður að þú drepir allt lifandi. En þú vilt heldur ekki fara þér svo hægt að þetta taki óratíma og í því liggur listin, að finna þetta jafnvægi. Að lesa rétt í veðurtölurnar í efnahagsmálum. Að vaxtatólinu sé beitt hæfilega. Ég held að það megi alveg færa rök fyrir því að vextir hefðu mátt vera hærri lengur en þeir hafa verið. Stundum finnst mér Seðlabankinn mega segja skýrar að hann trúi því að vextirnir muni vinna sína vinnu, þau skilaboð þynnast út þegar talinu er aðallega beint að öðrum þáttum sem geta valdið spennu í hagkerfinu. Verkefnið snýst fyrst og fremst um að ná stjórn á væntingum.“
Ekki er hægt að segja að ráðherrann sé beint skýr í tali.
Næst skulum við skoða hvað Bjarni sagði um launin á Íslandi:
„Mér finnst ástæða til að hafa áhyggjur þegar fyrirtæki sem hafa verið í ágætis rekstri byrja að sýna taptölur og launahlutföllin eru að hækka töluvert mikið. Það eru komnar fram vísbendingar í sumum uppgjörum um að fyrirtæki ráði illa við þær launahækkanir sem um hefur verið samið. Það er ótvírætt þannig og nú þurfum við aftur að finna góðan jafnvægispunkt. Við þurfum að lesa í aðstæður og bregðast við eftir þörfum. Við höfum lagt megináherslu á að ná aftur jöfnuði í ríkisfjármálum, styðja við lækkun verðbólgunnar og verja viðkvæmu hópana fyrir áhrifum verðbólgunnar meðan hún varir.“
„Nú þurfum við aftur að finna góðan jafnvægispunkt,“ sagði Bjarni. Hvað ætli hann eigi við?
Það kemur væntanlega í ljósi fljótlega. Óðum styttist í að samningar verði lausir. Því mun vilji ráðherrans að koma í ljós.
En hér má sjá blaðsíðu úr nýjasta Viðskiptablaðinu. Allir virðast græða: