Bjarni, blóðið, svitinn og tárin
Bjarni Benediktsson hefur sagt að það hafi kostað hann blóð, svita og tár að mynda núverandi ríkisstjórn. Hann lagði hart af sér til að viðhalda völdum í samfélaginu. Honum tókst það.
En hvað svo? Nú þegar reynir á, hvað þá? Bjarni stundar þokukenndan talnaleik. Fátt, og jafnvel ekkert, er að marka það sem frá Bjarna kemur. Hann ruglar saman, vonandi viljandi, lánum, veittum gjaldfresti og beinum greiðslum úr ríkissjóði. Hrærir öllu saman. Skarpast fólk í mesta vanda með að skilja að það sem Bjarni hefur sullað saman.
Bjarni segist hafa fórnað miklu. Hann fékk það sem hann vildi og það sem hann þráði. Völd. Hann sóttist eftir þeim. Það ber að gera strangar kröfur til Bjarna Benediktssonar. Til þess hefur ekkert bent til þess að hann valdi því sem hann sóttist eftir. Það er vont að sitja uppi með Bjarna í þessari valdastöðu. Það mun kosta þjóðina meira en blóð, svita og tár að vinna sig úr úr gjörðum Bjarna Benediktssonar.