- Advertisement -

Bjarni, betur má ef duga skal

Sigurjón Magnús Egilsson:

Davíð var utanríkisráðherra í tæpt ár. Á þeim tíma skipaði hann rétt um einn sendiherra á mánuði. Oft alveg út úr korti.

Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins lengur en Davíð Oddsson. Það munar ekki miklu, en munar þó. Þegar Davíð hafði brennt brýrnar að baki sér endaði hann pólitískan feril sinn sem utanríkisráðherra. Rétt eins og Bjarni virðist vera að gera.

Davíð var utanríkisráðherra í tæpt ár. Á þeim tíma skipaði hann rétt um einn sendiherra á mánuði. Oft alveg út úr korti. Bjarni virðist vera byrjaður. Kom á óvart. Eða kannski ekki. Fyrrum aðstoðarkona Bjarna úr fjármálaeftirlitinu, Svanhildur Hólm Valsdóttir á víst að verða sendiherra í Bandaríkjunum.

Ætli Bjarni að vera áfram sporgöngumaður Davíðs verður hann að taka sig á. Eflaust eru margir flokksmenn sem munu þiggja sendiherrastöður. Bjarni veit að klukkan tifar. Nú þarf að hafa hraðar hendur. Ríkisstjórnin er bjargbrúninni og lítið sem ekkert þarf til að hún falli fram af. Þetta er nú meira prumpuliðið.

Davíð skipaði þetta fólk sem sendiherra á því eina ári sem hann var utanríkisráðherra:

  • Albert Jónsson
  • Bergdís Ellertsdóttir
  • Guðmundur Árni Stefánsson
  • Hannes Heimisson
  • Helgi Gíslason
  • Júlíus Hafstein
  • Kristján Andri Stefánsson
  • Markús Örn Antonsson
  • Ólafur Davíðsson
  • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
  • Sveinn Á. Björnsson.

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: