Alþingi Hörð orðaskipti eru á Alþingi. Píratar og Samfylking sækja hart að Sjálfstæðisflokki. „Þetta er fullnaðarsigur Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Birgitta um hvernig mál eru að fara.
Logi Einarsson sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa notað bágu stöðu barna til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni.
Bjarni Benediktsson sagðist mótmæla að hafa hótað eða sýnt af sér tuddaskap og nýtt sér viðkvæma stöðu fólks. „Við erum bara þingflokkur einsog aðrir,“ sagði Bjarni og sagði ásakanir á hendur sér og Sjálfstæðisflokknumn vera rakalausar ásakanir í aðdraganda kosninga.