Gunnar Smári skrifar:
Rosalega tók þessi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherrann í bakaríið í kvöldfréttunum. Hann sagði bara beint út: Ef menn ætla ekki að eyða peningum í snjóflóðavarnir þá eiga þeir ekki að leggja á ofanflóðagjöld. Það er óverjandi að innheimta skatta til ákveðinna verka en sinna þeim svo ekki. Þá á fólk að sleppa því að leggja skattana á. Akkúrat það að fjármálaráðherra þarf að heyra. Spurning hvort við ættum ekki að gera þennan Bjarna að fjármálaráðherra, hann hljómar svo miklu betur en þessi svikuli bjálfi sem við sitjum uppi með.