- Advertisement -

Bjarni Benediktsson: Ríkisstjórnin nýtur ekki trausts í samfélaginu

Stjórnmál Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin njóti ekki trausts í samfélaginu og komast þurfi að því hvort hún njóti trausts á Alþingi. Honum virðast ákvarðanir stjórnarinnar teknar eftir geðþótta en ekki eftir stefnu eða þörfum þjóðarinnar.

„Þessi ríkisstjórn hefur engan vilja til samstarfs, hvorki við aðila vinnumarkaðarins né á hinu pólitíska sviði,“ sagði Bjarni.

Og hann bætti við: „Ríkisstjórnina skortir stuðning og traust fólksins í landinu. Hún forgangsraðar ekki í þágu Íslendinga, skortir framtíðarsýn og skilning á því að í mannauði þjóðarinnar felast verðmætin. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að boðað verði til kosninga hið fyrsta.“

(Úr fréttum í aprílmánuði 2011).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: