- Advertisement -

Bjarni Benediktsson á Alþingi: Lífeyrisþegar hafa aldrei haft það eins gott

„Þegar við horfum á þróun ráðstöfunartekna ellilífeyrisþega yfir tíma höfum við séð að þær hafa tekið stökk á síðastliðnum fimm árum. Reyndar ætla ég að leyfa mér að efast um að nokkurt tímabil hafi liðið fyrr þar sem kaupmáttur ráðstöfunartekna lífeyrisþega hefur vaxið jafn hratt og við á um síðustu fimm til sex ár,“

Sagði fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun.

„Við höfum látið góðu árin, hagsældarskeiðið sem nú er nýlokið, renna til þess að bæta stöðu þeirra sem minnst hafa haft,“ sagði hann.

Bjarni var svara Guðmundi Inga Kristinssyni. „Það er mikið fagnaðarefni og þetta er ánægjuefni. Eftir sem áður er það rétt hjá hv. þingmanni að við búum í samfélagi þar sem margir hafa ekki nægilega mikið á milli handanna. En það verður ekki leyst þegar ríkissjóður er rekinn með 320 milljarða halla með því að vera bara með stöðug yfirboð. Þetta gerist hægt og rólega með því að tryggja jafnt og þétt hagvöxt í landinu, meiri verðmætasköpun og svo sanngjarna skiptingu gæðanna,“ sagði Bjarni Benediktsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: