- Advertisement -

Bjarni bendir á Svandísi

En svo líða bara árin og ég gagnrýni þetta enn. Mér finnst illa farið með fjármuni landsmanna.

Hér hefur áður verið vitnað til viðtals, viðskiptafylgiblaðs Moggans, við Bjarna Benediktsson. Í einum kafla viðtalsins er fjallað um heilbrigðismál og vanda Bjarna og Sjálfstæðisflokksins við að efla einkarekstur í stað hins opinbera. Hér fer sá kafli viðtalsins:

Í þeim átökum sem uppi eru um framtíð heilbrigðiskerfisins stendur heilbrigðisráðherrann í miðri orrahríðinni og berst gegn einkareknum læknastofum og kemur síendurtekið í veg fyrir að samið verði við íslenskt heilbrigðisfyrirtæki um mikilvægar liðskiptaðgerðir. Biðlistinn í slíkar aðgerðir er langur og styttist helst þegar fólk er sent yfir hafið í aðgerðir þar sem þær kosta margfalt það sem samningur hér heima myndi tryggja. Hvernig stendur á þessu?

„Ég hef verið mjög gagnrýninn á þessa stöðu. Skýringar sem hafa komið frá heilbrigðisyfirvöldum eru þær að rót vandans séu að Landspítalinn ætti að geta framkvæmt aðgerðirnar, óþarfi sé að semja við þriðja aðila um framkvæmdina en að fráflæðisvandi komi í veg fyrir að hægt sé að stytta biðlistana. Gott og vel, þetta getur verið skýring til skamms tíma. En þetta er ekki skýring sem heldur ár eftir ár. Við erum einfaldlega ekki að fara vel með þá takmörkuðu fjármuni sem við höfum úr að spila.“

Þú nefnir sjónarmið til skamms tíma og úrlausnarefnin sem heilbrigðisyfirvöld nefna. En væri ekki ráð að semja þá til skamms tíma við innlendan aðila, lækka kostnaðinn og tryggja fólki aðgang að þjónustunni?

„Það má halda því fram. En þetta eru skýringarnar sem við höfum fengið, þ.e. að þetta væri tímabundið vandamál. En svo líða bara árin og ég gagnrýni þetta enn. Mér finnst illa farið með fjármuni landsmanna.“

En ert þú ekki sá maður sem ert í bestri aðstöðu til þess að knýja á um breytingar í þessu efni?

„Ég get ekki gert samninga við einkaaðila um framkvæmd þessara aðgerða. Það er í höndum annarra.“

En þú getur skrúfað fyrir það fjármagn sem fer í verkefnin erlendis og þannig knúið á um breytingar?

„Ég er ekki með fjárveitingarvaldið, það er Alþingi, en við getum átt samskipti ráðuneytanna á milli og við þingið. Ég held að aðalmálið sé að þora að ræða vandann og taka rökræðuna um hvernig best sé að standa að þessu. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan ég hlustaði á hvernig sjúklingur hafði farið í gegnum kerfið og aðgerð sem kostaði margfalt það sem það hún hefði þurft að kosta. Það er ekkert annað en sóun og kemur í veg fyrir að við getum farið í aðgerðir annars staðar þar sem brýnn vandi er til staðar.“

Er þá ekki niðurstaðan einfaldlega sú að heilbrigðisráðherra hefur haft tilmæli fjármálaráðherra að engu?

„Ég ætla ekki að láta draga mig út í þá umræðu. Ég bendi einfaldlega á þær skýringar sem komið hafa en mér finnst þetta ganga alltof hægt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: