- Advertisement -

Bjarni Ben: „Það sem ég er orðinn leiður á að ræða þetta mál hér í þingsal“

„Ég vil því spyrja hæstvirtan ráðherra hvort honum finnist ekki eðlileg og sjálfsögð krafa að þingmenn og ráðherrar falli frá þessum launahækkunum sínum,“ sagði Halldóra Mogensen á Alþingi og beindi máli sinu til Bjarna Benediktssonar.

„En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þetta mál hér í þingsal,“ sagði Bjarni og bætti við:

„Við lögðum niður Kjaradóm. Við lögðum niður kjararáð. Það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. En það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið, áður en menn í þingsal koma hingað upp og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju. Hvernig í ósköpunum á yfir höfuð að vera hægt að finna eitthvert fyrirkomulag þegar okkur gengur svona illa með þriðja fyrirkomulagið á rúmum áratug?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: