- Advertisement -

Bjarni Benediktsson: Spyr sig alla daga hvað hann getur gert

Stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjáflstæðisflokksins, var gestur þáttarins Sprengisandur á Bylgjunni í byrjun þessa mánaðar. Þá var meðal annars talað um slaka stöðu Sjálfstæðisflokksins, á landsvísu og í Reykjavík. Bjarni benti á að nýir flokkar, svo sem Píratar og Björt framtíð, hafi tekið fylgi frá Sjálfstæðisflokki rétt einsog öðrum flokkum.

Í formannstíð Bjarna hafa orðið miklar breytingar á fylgi flokksins, en hann tók við formennskunni eftir hrunið. Síðan þá hefur flokkur fengið verstu úrslit í þingkosningum og í borgarstjórn og nú stefnir í enn verri stöðu flokksins í Reykjavík, að flokkurinn verði allt annar og minni en hann hefur verið í áratugi.

Bjarni segist finna fyrir miklum stuðningi frá flokksfólki og staða hans sem formanns sé trygg þrátt fyrir miklar hræringar í stjórnmálum og breytingar á fylgi flokka.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur ekki í annan tíma verið jafnlítið og mun lægra en þegar viðtalið við Bjarna var tekið fyrir rúmum tveimur vikum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: