Stjórnmál

Bjarni Ben: Samfylkingin leiti annað í skýringum að niðurstöðu kosninganna

By Ritstjórn

December 08, 2021

„Það er enginn skortur á tækifærum fyrir Alþingi til að veita Stjórnarráðinu aðhald, einstökum ráðherrum eða ríkisstjórninni, í nefndum, hér í þingsal. Hér er verið að nefna tvö dæmi, annars vegar dæmi um friðlýsingu þar sem ýmislegt er fullyrt án þess að það hafi verið mikið rætt eða skoðað,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi.

„Ég held að það væri betra að þroska umræðuna aðeins meira áður en menn fara að draga stórar ályktanir. Hins vegar er því haldið fram að ráðherrar hafi frjálsar hendur um að dreifa peningum um samfélagið, eins og hv. þingmaður nefndi hér áðan og algjörlega skautað fram hjá því að það er Alþingi sem fer með fjárveitingavaldið. Ráðherrar gera ekki annað en að ráðstafa fjárheimildum sem Alþingi hefur afhent þeim. Ráðherrar hafa ekki frjálsar hendur um meðferð fjármuna á fjárlögum. Það er bara langt frá því. Þeir sækja þær í lög, þær heimildir sem eru til staðar. Ég held því að Samfylkingin þurfi að leita eitthvert annað en í þessa skýringu til að gera upp við niðurstöðu kosninganna.“