Greinar

Bjarni Ben með bensínbrúsann

By Miðjan

October 20, 2022

„Viðskiptaráð gengur lengst. Það segir að Seðlabankinn sprauti vatni á verðbólgubálið en ríkisstjórnin standi við hlið hans með bensínbrúsa og skvetti,“ segir í grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag.

„Á næsta ári fara 66 milljarðar króna af peningum skattborgaranna í vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Nærri lætur að það sé tvöfalt hærri upphæð en fer til Vegagerðarinnar, sem glímir við eitt af stærstu innviðaverkefnum þjóðarinnar. Eins og Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað bent á ákvað ríkisstjórnin að fela næstu ríkisstjórn að leysa skuldavandann. Ef ný ríkisstjórn ætti að koma vaxtagreiðslum niður á sama stig og á öðrum Norðurlöndum þyrfti að hækka skatta eða skera niður um að minnsta kosti 50 milljarða króna,“ segir síðar í grein Þorsteins.