Fréttir

Bjarni Ben notar harða stálhnefann

By Miðjan

November 03, 2022

Frægt er orðið þegar Óli Björn Kárason sagði að flóttafólki ætti að mæta með hörðum stálhnefa. Nú berast fréttir að formenn sjálfstæðisfélaga séu kallaðir í yfirheyrslu á Valhöll. Þar eru þeir yfirheyrðir um hverjir séu landsfundarfulltrúar viðkomandi félaga. Allt gert í þágu Bjarna Benediktssonar.

Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt. Það var farið með mig eins og sakamenn í sakamáli þá er ég að vísa einnig í ítrekuð yfirheyrslusímtöl. Sakarefnið er ekki alveg á hreinu því það er ekki verið að saka mig beint um neitt … en …..“ skrifar Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs.

„Ég hef fengið ,,hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns,“ skrifar Unnur Berglind í pistli á Facebook.

Uppfært:

Lögmennirnir þrír skipa kjörbréfanefndina hafa borið af sér þær sakir sem Unnur hefur borið fram. Brynjar Níelsson er formaður nefndarinnar.