- Advertisement -

Bjarni Ben hældist um af lágum vöxtum – sem hafa snarhækkað síðan

„Hæstvirtur fjármálaráðherra hélt svo uppi sinni kosningabaráttu síðast á þeim forsendum að hagstjórnarhæfileikar hans hefðu lækkað vexti, sem eru nú nokkrum mánuðum síðar orðnir þeir hæstu á íbúðamarkaði frá því á árunum eftir hrun,“ sagði Kristrún Frostadóttir á Alþingi.

„Og nú þetta síðasta útspil hjá hæstvirtum ráðherra, sem hæstvirtur forsætisráðherra skiptir sér auðvitað ekki af frekar en fyrri daginn, sem er ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði sem á nú að rifta og spara ríkinu 150 milljarða kr. en þetta bitnar nú engu að síður á ekki neinum,“ bætti hún við.

Kristrún sagði líka:

„Ríkisstjórnin hefur velt 13 milljörðum kr. núna yfir á sveitarfélögin með vanfjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks. Nokkur hundruð milljarða sparaði ríkisstjórnin sér á undanförnum áratug í niðurskurði í innviðum. Svo grófur var niðurskurðurinn að hann virðist hafa skaðað þjóðarbúið til lengri tíma af því að stofnanir ríkisins eru ekki þess megnugar að hrinda innviðaátaki ríkisstjórnarinnar í framkvæmd. Þessu fjármagni sem sat eftir mátti hins vegar ekki deila með sveitarfélögunum þótt þar væru verkefni í startholunum af því að eignarrétturinn á árangri má aðeins birtast á einu borði, í einni tölu og það eru bókhaldsskuldir ríkissjóðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá veigraði ríkisstjórnin sér allt of lengi við að fara í markvissar aðgerðir í Covid af því það væri betra að lána fólki og fyrirtækjum fyrir tekjutapi en á móti fengum við bara Seðlabankann sem lækkaði vexti hressilega. Vextir sem fóru í eignir og fjármagn sem fór í eignir, skuldir ungs fólks og fjölskyldufólks, ruku upp í Covid til þess, eins og við þekkjum, að draga úr skuldabyrði ríkissjóðs.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: