Fréttir

Bjarni Ben: Forkostanleg framkoma – Árni Páll: Hið mesta klúður

By Miðjan

March 13, 2014

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir vinaþjóðir okkar hafi haft upp forkastanlega framkomu gagnvart Íslendingum þegar þær semja um skipingu makrílkvótans án vitneskju Íslendinga.

Árni Páll Árnason, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir hvernig haldið var á málum.

Bjarni sagði að Ísland hafi setið við samningaborðið, ríkisstjórn og utanríkismálanefnd þingsins hafi fengið upplýsingar um gang viðræðna. Hann sagði, á Alþingi fyrir skömmu, að nú hafi það gerst að þær þjóðir, sem við höfum átt í samningum við, samið án vitneskju okkar og það sé forkastanlegt.

Bjarni sagði að þingmenn eigi að vera samstíga í þessu máli en ekki sé sanngjarnt að nýta þá stöðu sem nú er til augnabliksvinninga í pólitískum átökum.

Það er forkastanlegt af vinaþjóðum okkar að gera samkomulag án þess að við fengjum sæti við samnuignaborðið, sagði Bjarni. Við eigum að senda skýr skilaboð þegar þeir hafa þóst vera í samningum við okkur. Við áskiljum okkur allan rétt til veiðanna, sagði Bjarni

Árni Páll sagði það hafa vera hið mesta klúður þegar samninganefndin íslenska fór heim af fundi en til að mynda Færeyingar hafi ekki gert það, haldið áfram að semja og náð samningi.