Fréttir

Bjarni Ben: Eldri borgarar hafa notið hraðari lífskjarasóknar en aðrir hópar

By Miðjan

October 05, 2019

„Varðandi bótaflokkana sem við höfum aðeins verið að ræða er tvennt mjög áberandi, annars vegar hafa bætur almannatrygginga sem hlutfall af framfærslu fólks verið að vaxa, þ.e. bótaþátturinn hefur vaxið mjög ört á undanförnum árum, það hefur m.a. tryggt að eldri borgarar hafa notið hraðari lífskjarasóknar á undanförnum árum en aðrir hópar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi.

„Svo er hitt mjög áberandi,“ bætti hann við; „hversu margir koma með mun betri lífeyrisréttindi en áður var inn á eftirlaunaaldur.“