Í kyrrþey tveimur dögum fyrir jól var Bjarni Benediktsson sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar. Engin tilkynning var send til fjölmiðla og orðuveitingarinnar hvergi getið.
Það var viljinn.is sem skúbbaði fréttinni.
Það er orðunefnd sem ákvað þetta:
Í orðunefnd eiga nú sæti:
- Kristín Ingólfsdóttir, fv. háskólarektor, formaður
- Bogi Ágústsson fréttamaður
- Drífa Hjartardóttir, fv. alþingismaður
- Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari
- Sigríður Snævarr, fv. sendiherra
„Samkvæmt upplýsingum Viljans eru þessir fyrrverandi forsætisráðherrar nú handhafar stórkrossins: Þorsteinn Pálsson, Geir H. Haarde, Davíð Oddsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson,“ segir í frétt Viljans.
Það eru forsætisráðherrar helmingaskiptaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem einir fá stórkrossins. Það er nokkuð um liðið síðna Þorsteinn var forsætisráðherra, ef það er viðmiðið. Á undan honum og eftir kom Steingrímur Hermannsson og á eftir Geir Haarde varð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.