- Advertisement -

Bjarni bauð aðeins 2.250 króna skattalækkun

Ég verð að spyrja: hvað segir grasrót Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Ekki batna skattatillögur ríkisstjórnarinnar sem voru hugsaðar til að liðka fyrir kjarasamningum þegar rýnt er enn betur í þær.

Það er ekki bara að tölurnar í skattakynningu fjármálaráðherra stemmi ekki, heldur bendir allt til þess að skattalækkun uppá „heilar“ 6.750 krónur á mánuði verði ekki komin öll til framkvæmda fyrr en árið 2022.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef þessi skilningur okkar er réttur þá þýðir þetta að enginn skattalækkun kemur á þessu ári en skattalækkanir yrðu þá með eftirfarandi hætti:

• 1. janúar 2020 nemur skattalækkun 2.250 krónum
• 1. janúar 2021 nemur skattalækkun 2.250 krónum
• 1. janúar 2022 nemur skattalækkun 2.250 krónum

Takið eftir ef ég er að skilja þetta rétt þá eru ekki einu sinni að koma 6.750 króna skattalækkun 1. janúar 2020 heldur munu þeirri upphæð ekki verða náð fyrr en eftir tæp fjögur ár.

Hafi ég verið sorgmæddur og reiður í gær þá er ég gráti næst eftir að hafa áttað mig á að þessi smánarskattalækkun sem við héldum að væri 6.750 krónur er í raun upphæð sem kemur ekki til framkvæmda að fullu fyrr en eftir rúm fjögur ár.

Ég byggi þessa athugasemdir mínar á því sem stendur í kynningunni sem fjármálaráðherra kynnti í gær en þar stóð orðrétt: „Gert er ráð fyrir að breytingarnar komi til framkvæmda í skrefum á árunum 2020-2022“

Hugsið ykkur ef þessar athugasemdir mínar eru réttar þá eru þetta skattabreytingar sem nema skitnum 2.250 krónum á ári.

Það er ekki bara að þessi upphæð sé til skammar heldur á hátekjufólk jafnvel með 5 til 7 milljónir á mánuði að fá sömu skattalækkun og lágtekjufólk með 325.000 á mánuði.

Ég verð að spyrja: hvað segir grasrót Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, en þessir flokkar kenna sig við félagshyggju, réttlæti og jöfnuð?

Hvað segir grasrótin um þetta smánarframlag ríkisstjórnarinnar við að auka eigi ráðstöfunartekjur lágtekjufólks um einungis 2.250 krónur og eftir tæp fjögur ár verður þessi skattalækkun búin að ná 6.750 krónum?

Hvað segir grasrót þessara flokka að hátekjufólk með 5 til 7 milljónir á mánuði eigi að fá sömu krónutölulækkun í skatta og lágtekjufólk.

Að hugsa sér að ríkisstjórn Íslands skuli hafa haldið að skattalækkun sem nemur 2.250 krónum á ári myndi vera liður í liðka fyrir kjarasamningum er í besta falli grátbroslegt!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: