- Advertisement -

Bjarni ábyrgur fyrir fylgistapi í Reykjavík

Sjálfstæðisflokkurinn stendur höllum fæti í Reykjavík. Borgarstjórnarflokkurinn, undir forystu Eyþórs Arnalds, stórtapar fylgi.

„Skoðanakönnun Zenter rannsókna, sem birt er í Fréttablaðinu í dag um fylgi flokka í borgarstjórn Reykjavíkur er áminning fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nauðsyn þess að endurnýja stefnu flokksins og starf. Hún er ekki áfellisdómur yfir borgarstjórnarflokknum sérstaklega vegna þess, að margfengin reynsla áratugum saman er sú, að viðhorf kjósenda til flokksins á landsvísu hefur áhrif á fylgi flokksins í Reykjavík,“ skrifar Styrmir Gunnarsson og áminnir Bjarna Benediktsson formann flokksins.

„Engu að síður er ljóst að borgarstjórnarflokkurinn hlýtur að setjast niður, nú þegar kjörtímabilið er hálfnað, og fara yfir stöðu mála, hvað hafi gengið upp og hvað ekki. Með sama hætti er tímabært að flokkurinn á landsvísu endurmeti stöðu sína og ræði fyrir opnum tjöldum nauðsyn endurnýjunar á stefnu og störfum,“ skrifar Styrmir.

Nokkuð víst er að svo verður ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: