Fari svo að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi betur en Bjarni Benediktsson í formannskjörinu verður að reikna með að Bjarni ljúki þá sínum pólitísku störfum. Sjálfur hefur hann sagt að verði hann undir muni hann hætta afskiptum af stjórnmálum. Sem sagt, þá mun hann segja af sér ráðherradómi snemma í næstu viku.
Með þessu hefur Bjarni lagt pólitíska framtíð sína undir. Allt til þessa hefur sú kenning verið uppi að Bjarni ætti ekki annan kost en halda áfram sem formaður. Flokkurinn var sagður hafa engan annan og að Bjarni hefði ekki lokið sínu erindi. Enn á eftir að selja afganginn af Íslandsbanka og allan Landsbankann. Bjarni er helsta stuðningsfólki sínu mikils virði og það hefur eflaust ekki viljað að hann léti af störfum. Þá var ekki reiknað með að Guðlaugur Þór gæfi kost á sér nú. Eins og Bjarni hefur margoft sagt, þá kom honum tímasetningin á formannsframboði Guðlaugs Þórs honum á óvart.
-sme