- Advertisement -

Bjarni á flótta með flækjum

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, skrifar:

Bjarni Benediktsson hefur ekki reynst ráðdeildasamur fyrir hönd almennings í stjórnarráðinu þó svo að hann hafi sannarlega komið ár sinn vel fyrir borð sbr. óuppgert Lindarhvolsmál, Borgun ofl. ofl. mál bera með sér. 

Í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins heldur hann því fram að umræðan um ríkisfjármálin sé villigötum og umræðan sé vandinn en ekki það að ríkissjóður sé rekinn með mun meiri halla en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Það er ljóst að hallinn í ár verður a.m.k. 25% meiri en gert var ráð fyrir og líklega verður sú tala mun hærri þegar árið verður gert upp. 

Það er ekki traustvekjandi að hafa Bjarna Ben í brúnni, en lykill að því að taka réttar ákvarðanir er að gera sér og öðrum grein fyrir stöðunni, þannig að það sé vilji til breytinga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er staðan kannski sú að forysta Sjálfstæðisflokksins sé ánægð með mikinn halla á ríkissjóði og vaxandi verðbólgu? Það sem er undarlegast við stöðuna sem uppi er og afhjúpar stjórnleysið er að þrátt fyrir hallann þá gengst ríkisstjórnin við því að innviðir landsins hafi verið sveltir m.a. vegakerfið. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: