Sigurjón Magnús Egilsson:
Bjarni getur ekki öllu lengur beitt sér til að viðhalda sérréttindum hinna fáu og auðugu. Leiknum er nánast lokið.
Leiðari
Eðlilegast af öllu er að Bjarni Benediktsson hætti þátttöku í stjórnmálum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynur sem aldrei fyrr og lítill hluti þjóðarinnar ber traust til Bjarna.
Endanlegar hindranir eru á vegi Bjarna. Sem er vonlaust að hann komist yfir. Til þess eru þær of margar og og háar. Það sem meira er og eftirtektarverðra er að Bjarni hlóð þær flestar ef ekki allar.
Vandi Sjálfstæðisflokksins er mikill. Þó varaformaðurinn, Þórdís K.R. Gylfadóttir vilji ólm taka við af Bjarna verður að segjast að það yrði ekki sterkur leikur. Hlustaði á viðtal við hana á Bylgjunni. Hún á sýnilega langt í land.
Fólkið sem hefur stutt Bjarna hvað mest, og hann það, hlýtur að óttast. Bjarni getur ekki öllu lengur beitt sér til að viðhalda sérréttindum hinna fáu og auðugu. Leiknum er nánast lokið.
Sem betur fer segja eflaust margir.