Túristi greinir frá að Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Katla DMI, hafi borið sigur úr býtum í formannskjöri á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem nú fer fram á Hótel Sögu. Þrír bauðu sig fram og fékk Bjarnheiður 72 atkvæðum meira en Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line og fráfarandi varaformaður samtakanna og miðað við atkvæðamagn þá var mjótt á munum í kjörinu. Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, var einnig í framboði til formanns.