- Advertisement -

Bjarna dugar að vera með skæting

Oddný Harðardóttir: „Það er því algjört hneyksli að þessi sami aðstoðarmaður hafi unnið fyrir Kaupþing og nú Arion banka, þá sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að.“

„Þeir sem unnu að stöðugleikaskilyrðunum höfðu aðgang að upplýsingum sem varða hag íslenska ríkisins. Benedikt Gíslason var einn þeirra, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar sem vann að gerð stöðugleikaskilyrða, samningsmarkmiða og annarra útfærslna gagnvart kröfuhöfum og afnámi hafta. Það er því algjört hneyksli að þessi sami aðstoðarmaður hafi unnið fyrir Kaupþing og nú Arion banka, þá sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að,“ skrifar Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

„Fjármála- og efnahagsráðherra gerði enga kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafana og hann vara að kljást við fyrir ríkið á sínum tíma. Ráðherrann gerði aðstoðarmanninum því kleift að vinna eina stundina með viðkvæmar trúnaðarupplýsingar fyrir hið opinbera og stuttu seinna vinna fyrir þá aðila sem hafa augljóslega mikla hagsmuni af því að sýsla með þær sömu upplýsingar. Þetta er það sem kallað er spilling í sumum löndum og ráðherrar þurfa að svara fyrir. Hér dugar bara að vera með skæting úr ræðustól Alþingis í tvær þrjár mínútur og málið dautt.“

Bjarni Benediktsson á Alþingi í febrúar: „Hver er að pukra eitthvað eða fúska? Enginn. Þegar menn skoða stöðugleikaskilyrðin, stöðugleikasamningana, þá er ekki annað hægt að gera en segja: Bravó, þetta gekk 100% upp. Þrýstingur á krónuna var enginn. Verkefnið var til þess ætlað að draga úr gjaldeyrisójöfnuði sem hætta var á að myndaðist við uppgjör gömlu slitabúanna. Það tókst 100%. Og stöðugleikaframlögin, sem metin voru á sínum tíma upp á rétt um 380 milljarða, eru í dag metin á um 74 milljarða umfram það sem þá var.

Ef útboðið sem fram undan er gengur vel þá reynir á afkomuskiptasamning við ríkið. Þannig að ríkið gæti átt uppi í erminni aðra 20 milljarða í greiðslu frá þessum aðilum ef útboðið sem er fram undan er heppnast vel.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá ræðuhöldin hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: