Oddný Harðardóttir rifjar upp spurningar sem hún hefur lagt fyrir Bjarna Benediktsson.
„Þann 29. janúar spurði ég hann um auðlindarentuskatt líkt og Norðmenn leggja á orkufyrirtæki. Ég spurði sérstaklega um Hvalárvirkjun í þessu sambandi. Ef af yrði hverjar greiðslur yrðu til einkaaðila og hins opinberra miðað við íslenskt skattkerfi samanborið við það norska. Einhverra hluta vegna hefur ráðherrann dregið að svara þessu.
Ég spurði líka þennan sama ráðherra 2. apríl um rekstrarafkomu íslenskra fyrirtækja og skatttekjur ríkisins af þeim. Ekkert svar hefur borist.
Þetta eru kannski ekki réttu spurningarnar að mati fjármála- og efnahagsráðherra en hann verður að muna að honum ber skylda til að svara öllum fyrirspurnum þingmanna, líka frá Samfylkingunni þó að þær séu óþægilegar fyrir íhaldið.“