- Advertisement -

Bjarkey talar þvert ofan í Bjarna

„Ég get alveg verið sammála því að við þurfum að fjölga opinberum störfum og við þurfum einmitt líka að dreifa þeim um allt land,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna, þvert ofan í skoðanir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að ekkert sé vitlausara en einmitt það.

„Dæmi um það eru hjúkrunarfræðingar og kennarar og ég veit ekki betur en að unnið sé hörðum höndum að því, m.a. er verið að auka við þá sem fara í nám í kennarafræðum og launa síðasta árið,“ sagði Bjarkey Olsen.

„Skýrslu var skilað til heilbrigðisráðherra fyrir fimm dögum um með hvaða móti væri best hægt að fjölga hjúkrunarfræðiplássum og reyna að aðlaga starfið, námsumhverfi og annað þannig að þar væri hægt að fjölga. Það er unnið að þessu en það er ekki bara hægt að setja peninga í eitthvað af því að við höfum tilfinningu fyrir því. Á stundum er skynsamlegt að við setjumst niður og reynum að ná utan um hlutina,“ sagði þingflokksformaður VG.

Bjarni sagði:

„Hug­mynd­in um fjölg­un op­in­berra starfa til að koma okk­ur út úr þessu ástandi er vissu­lega ein­hver sú versta sem fram hef­ur komið. Það er ekki síst vegna þess að op­in­ber störf eru orðin allt of mörg. Þeim verður að fækka til að veita at­vinnu­líf­inu og þar með verðmæta­sköp­un­inni eðli­legt svig­rúm.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: