Stjórnmál
Leiðari Moggans er um vantraustið gegn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Upphafsdagar hennar sem ráðherra hafa aldeilis verið henni erfiðir. Hún stóð af sér vantraust stjórnarandstöðunnar. Jón Gunnarsson var eini stjórnarliðinn sem kaus ekki með ráðherranum.
Ritstjóri Moggans skrifar um vantraustsmálið og þar segir meðal annars:
„Varla leikur minnsti vafi á að embættisfærsla Svandísar Svavarsdóttur varðandi hvalveiðar í fyrra var ólögmæt. Fátt bendir til annars en að Bjarkey arftaki hennar hafi einnig virt lög að vettugi til þess að ná fram pólitískum markmiðum, sem vel að merkja eru ekki í samræmi við málefnasamning ríkisstjórnarinnar.
Gangi ráðherra gegn stjórnarsáttmála er það aðeins pólitískt innanhússvandamál ríkisstjórnarinnar, en fari hann á svig við lög í embættisfærslu sinni varðar það Alþingi ef ekki dómstóla. Og stjórnskipunin öll hvílir á því að þingið geti treyst því að ráðherra segi því satt.“
Hversu margir ráðherrar ætli hafa sagt þinginu ósatt? Það getur ekki nokkur maður talið. Allt er þetta hin mesti skrípaleikur.