- Advertisement -

Biskupinnn: „Peningur eru góður þjónn, en vondur húsbóndi, og enn verri guð“

Gullkálfurinn er líka dæmi um það sem getur gerst þegar við missum sjónar af því sem raunverulega skiptir máli í þessu lífi.

Guðrún Karls Helgudóttir.

„Peningur eru góður þjónn, en vondur húsbóndi, og enn verri guð“

Guðrún Karls Helgudóttir biskup koma víða við þegar hún messaði i Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis. Hér er einn kafli ræðu hennar:

„Sagan af gullkálfinum og dansinum í kringum hann er saga af fólki sem villist af leið skamma stund. Það beinir bænum sínum að veraldlegum auðæfum. Það leggur traust sitt á það sem ekkert gefur af sér nema birtu í augu og góða veislu eina kvöldstund.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hver er gullkálfur (eða gullkálfar) dagsins í dag?

Dansinn í kringum gullkálfinn er tákn um græðgi og þrá okkar eftir veraldlegum gæðum. Við föllum flest, ef ekki öll, fyrir gullkálfum og hrífumst með í dansinn í kringum hann.  Hann glóir svo fagurlega og það er svo gaman í návist hans að það er auðvelt að gleyma sér. Hann er stór og sterkur. Hann er sigurviss.

Gullkálfurinn er líka dæmi um það sem getur gerst þegar við missum sjónar af því sem raunverulega skiptir máli í þessu lífi. Á fæðingardeildinni hérna í Reykjavík verða til nýir Íslendingar á hverjum degi – hver einn og einasti þeirra eignalaus. Handan Öskjuhlíðarinnar er svo stærsti kirkjugarður landsins, fullur af fólki sem eitt sinni átti pening. Peningar færa okkur öryggi. Þak yfir höfuðið og matur á borðið kostar peninga. Ég geri ekki lítið úr því. Þeir eru verkfæri sem við notum í lífinu, en þeir eru ekki lífið sjálft.

Þegar við erum farin að lifa lífinu peninganna vegna, þá er farið að glitta í kálfinn. Peningur eru góður þjónn, en vondur húsbóndi, og enn verri guð.

Erum við búin að bræða skartið og smíða gullkálf enn eina ferðina sem samfélag eða hvert og eitt fyrir sig. Gullkálfarnir eru um allt, í einkalífi, stjórnun landsins, kirkjunni. Þeir skína svo skært og því auðvelt að hrífast með í dansinum. En allur gleðskapur tekur enda og ljósin kvikna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: