Alþingi Jón Gunnarsson kvatti sér hljóðs við upphaf þingfundar og sagðist ekki kannast við ummæli hennar um sig, sjá hér.
Hann sagði að sér þætti miður ef hún hafi nánast þurft að leita sér áfallahjálpar vegna sinnar framgöngu, eða dónaskapar, einsog hún sagði.
Jón sagði ummæli Birgittu alvarleg og hann óskar þess að forseti þingsins og forsætisnefnd kanni réttmæti þeirra. Jón sagði að aldrei hafi verið gerðar athugasemdir viðð frammkomu sína í þingsal.
Birgitta endurtók fyrri ummæli sín. Hún sagði að sér hafi liðið illa við hlið Jóns og orðað það meðal annars við skrifstofustjóra Alþingis og leitaði eftir hvort einhver þingmaður vildi hafa sætaskipti við sig. Það hafi enginn viljað.
Katrín Jakobsdsóttir sagðist hafa haldið að þingaðurinn Jón Gunnarsson myndi biðjast afsökunar á ummælum sínum um Björk Guðmundsdóttur, að hún borgi ekki skatta hér og sé daufleg til augnanna. Þess í stað vill hann að verði beðinn afsökunar vegna orða annars þingmanns.
Jón svaraði því til að vegna ummæla hennar um forsætisráðherra og fjármálaráðherra og endurtók það sem hann skrifaði á Facebook um Björk Guðmundsdóttur.