Samfélag „Ég þurfti að sitja við hliðina á honum í heilt ár og þurfti nánast að leita mér áfallahjálpar vegna dónaskapar hans enda er hann þekkur fyrir að tuddast áfram yfir allt og alla á þinginu,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir Pírati á Facebook, en þar fjallar hún um Jón Gunnarsson og skrif hans um Björk Guðmundsdóttir.
„Enginn núlifandi Íslendingur hefur gert eins mikið fyrir land og þjóð og Björk. Einhvern karlangi sem reyndir að gera lítið úr henni verður bara sjálfum sér til skammar. Hann mun aldrei biðjast afsökunar á sínum dylgjum og mannvonsku,“ skrifar Birgitta.
„Þegar ég ferðast um heiminn þá vita allir hver Björk er og þekkja hennar verk og landið okkar út af tilveru hennar og margbrotnu verkum. Alla dreymir um að heimsækja landið sem skóp svo magnaðan listaman. Ég verð alltaf svo djúpt snortin þegar ég hlusta á tónlistina hennar. Þvílíkur listamaður og náttúrbarn.“
Ekki svaravert:
Jón Gunnarsson hefur svarað á Facebook: Ég tel eðlilegt að Birgitta Jónsdóttir sé beðin um að nefna nokkur dæmi um tuddaskap minn gagnvart henni, dæmi sem þá væru staðfest af sessunautum okkar. Það er setið þétt í þingsal svo grófur tuddaskapur minn ætti ekki að hafa farið framhjá öðrum. Að öðru leiti tel ég þetta ekki svaravert.