- Advertisement -

Birgitta spyr Hönnu Birnu: Er ég með pólitískar ofsóknir

„Nú get ég ekki haldið áfram en mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra og fá ítrekun á því, ég ætla að fara ítarlegar í spurningu mína á eftir, hvort hæstvirtur ráðherra líti virkilega þannig á mig að ég sé með pólitískar ofsóknir ef ég fjalla um þetta mál í þinginu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á Alþingi og var þar að vitna til umræðna um lekamálið.

Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði, og sagði meðal annars: „Ég er ekki með neinar ásakanir í garð þingmannsins um að hún sé með pólitískar ofsóknir gagnvart mér.“

 

Birgitta sagðist vera ánægð með mörg störf Hönnu Birnu varðandi málefni útlendinga og sagðist hafa fagna hvernig hún hefur staðið að málum.

 

Og Birgitta sagði: „Ég get hins vegar ekki fagnað því hvernig hefur verið farið með þetta mál, þetta svokallaða lekamál. Í úrskurði héraðsdóms er staðfest með dómi Hæstaréttar nr. 255/2014, um svokallað lekamál, að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hafi tekið saman minnisblað um hælisleitandann Tony Omos 19. nóvember sl. að beiðni skrifstofustjóra í ráðuneytinu.“

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í svari ráðherra kom þetta meðal annars fram: „Ég sagði áðan og ítreka það að ég mun skýra það betur þegar ég fæ tækifæri til þess að halda uppi vörnum fyrir ráðuneytið í málinu. Ég get ekki gert það á meðan málið er í efnislegri meðferð lögreglu. Það væri að mínu mati óeðlilegt að ráðherra gerði það. Ég geri ekki lítið úr málinu, ekki misskilja mig, og ég ítreka að ef eitthvað gerðist sem átti ekki að gerast mun ég taka á því. En mér er ekki kunnugt um það þannig að ég get ekki refsað neinum eða gripið til aðgerða þegar ég veit ekki hvað gerðist. Þess vegna vil ég bíða eftir því.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: