Stjórnmál

Birgitta sósíalisti

By Ritstjórn

August 01, 2021

Birgitta Jónsdóttir, fyrrum alþingismaður, er gengin til liðs við Sósíalistaflokk Íslands. Birgitta hefur sagt í kvöld að hugsanlega verði hún á framboðslista, en ekki í baráttusæti. 

„Bara svo það sé á hreinu: þá er ég bara almennur félagsmaður. Vil sjá þessa öflugu hreyfingu vaxa á alla mögulega vegu sem hún nú þegar er að gera innan sem utan hefðbundinna stjórnmál,“ skrifaði Birgitta á Facebook.